Þú veist betur

Frakkland - Partie Un

Við vindum kvæði okkar í kross og prófum eitthvað nýtt í þættinum í þetta skiptið. Ég viðurkenni fúslega hugmyndin þættinum er sprottin upp úr eigin áhuga á franska tungumálinu sem ég hef verið reyna læra með misjöfnum árangri í smá tíma. En hvað sem því líður þá er Frakkland merkilegt land, í nútíma og sögulegu samhengi. Því langaði mig til vita meira og sannfærði Rósu Elínu Davíðsdóttur til setjast niður með mér og reyna pakka þessu saman í einhvern netta yfirferð. Það er ómögulegt tala um allt, svo við reyndum einblína á sögu landsins og tungumálsins, hlutverk þess í mannkynssögunni og hvernig landið varð til. Það væri auðveldlega hægt vera með sérþætti um franska list, matarmenningu eða þar fram eftir götunum en við lítum á þessa þætti, því þeir verða tveir, einn langur og annar styttri, sem inngangspunkt í þekkingu okkar á Frakklandi. Ef okkur langar til vita meira er internetið vinur okkar eins og alltaf. En þættirnir koma þó ekki með viku millibili, því ég sleppi þeim báðum lausum á sama tíma. Þar sem fyrri hlutinn fjallar eins og áður sagði um söguna og þar fram eftir götunum, en í þeim seinni pælum við í frönsku þjóðarsálinni, hver hinn týpíski frakki og hvert maður ætti fara ef maður er hugsa sér heimsækja landið. Þetta verður allt tilbúið í spilara og hlaðvarpsveitum á sama tíma svo þið getið baðað ykkur í Frakklandi eins og ykkur hentar og/eða lystir.

Umsjón: Atli Már Steinarsson

Frumflutt

16. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þú veist betur

Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Þættir

,