Við segjum oft að hundurinn sé besti vinur mannsins, en hvernig varð það eiginlega þannig? Í þessum þætti skoðum við hvernig hundar komu inn í líf okkar, hvernig þeir breyttust úr úlfum í fjölskyldumeðlimi, hvað greinir tegundir að og hvað þarf að hafa í huga þegar maður ákveður að fá sér hund. Ég fékk Helgu Finnsdóttur til mín sem veit bæði fræðilega og persónulega hvað felst í því að ala upp hunda – og við förum yfir söguna, hegðunina og ábyrgðina.