Fjallað er um systkinin Elísabetu Einarsdóttur, Einar Markan, Sigurð Markan og Maríu Markan, börn Einars Markússonar, útgerðarmanns, kaupmanns og aðalbókara ríkisins og konu hans Kristínar Árnadóttur, en þau voru yngst sjö barna þeirra hjóna.
Leikin eru lög með þessum systkinum og nokkur æviatriði rakin í stuttu máli.
Ennfremur er endurfluttur kafli úr þættinum "Það er svo margt að minnast á", þar sem Torfi Jónsson og Hlín Torfadóttir flytja erindi um séra Matthías Jochumsson, lesa úr bók hans "Ferð um fornar stöðvar", auk þess sem flutt er ljóð eftir Matthías.