Perlur

Þáttur 32 af 60

Í þættinum er leikið efni úr segulbandasafninu sem hljóðritað var árið 1960, tónlist og talmál.

Flytjendur tónlistar eru Nína Sveinsdóttir, Tage Möller, Óðinn Valdemarsson, Numidia og Leiktríóið og Eyþór Þorláksson.

Heimir Hannesson ræðir við Ilse Dassau, þýska starfsstúlku Flugfélags Íslands í Hamborg, um ferð hennar um landið ásamt evrópsku ferðaskrifstofufólki haustið 1960. Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson flytja fréttir af ferð Fidel Castro og sendinefnd Kúbumanna á Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York haustið 1960.

Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.

(Áður á dagskrá 1998)

Frumflutt

10. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Perlur

Perlur

Þættir

,