Í þættinum er flutt þjóðleg tónlist og talmálsliðir úr safni Útvarpsins. Flytjendur tónlistar: Kammerkórinn, Sigríður Friðriksdóttir, Karlakór Akureyrar og Karlakórinn Geysir.
Leikið er brot úr viðtali Jóns Magnússonar við Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð, um uppgröft að Bergþórshvoli 1950 og 1951.
Einnig er leikið brot úr erindi Ólafs Björnssonar, prófessors sem hann flutti í þættinum Um daginn og veginn, 23, júní 1948.