Í þættinum er flutt íslensk tónlist flutt af Karlakór Akureyrar, Hljómsveit Jan Morávek, Sigurði Ólafssyni, Karlakórnum Fóstbræðrum , Öddu Örnólfsdóttur og Ólafi Briem og Ragnari Bjarnasyni.
Sveinn Sæmundsson ræðir við Jón Guðmundsson frá Molastöðum í Fljótum, sem segir frá sjávarháska sem hann og skipsfélagar hans lentu í árið 1923 fyrir utan Hornbjarg.
Sigurjón Einarsson, skipstjóri á Garðari, botnvörpuskipi sem var stærst íslenskra skipa á fjórða áratugnum, segir frá björgun skipshafnar breska togarans Macleay, sem strandaði við utanverðan Mjóafjörð árið 1934.