Perlur

Þáttur 38 af 60

Í þættinum er endurflutt framsöguerindi fjögurra manna sem upphaflega voru flutt í þættinum "Spurt og spjallað" í janúar 1961, sem Sigurður Magnússon stjórnaði. Þetta var einskonar málfundur um hvort leyfa ætti bruggun áfengs öls en Pétur Sigurðsson, alþingismaður, lagði fram frumvarp um málið veturinn 1960-61. Þeir sem komu fram í þættinum og ræddu málið voru:

Freymóður Jóhannsson, listmálari sem var andmælandi, Gunnar Dal, rithöfundur sem var andmælandi, Hinrik Guðmundsson, verkfræðingur sem var meðmælandi og Pétur Sigurðsson, alþingismaður sem var meðmælandi og flutningsmaður frumvarpsins.

Ennfremur er leikin ýmiskonar tónlist sem á einn eða annan hátt tengist efni þáttarins.

Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.

(Áður á dagskrá 1998)

Frumflutt

22. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Perlur

Perlur

Þættir

,