Leikin tónlist frá 1930 sem kom út á Columbia-plötum það ár, en einnig upptökur frá 1916 og 1932.
Lesið úr ævintýri Jónasar Hallgrímssonar um Drottninguna á Englandi. Lesari Marta Kalman.
Leikið brot úr viðtali við Harald Ólafsson í Fákanum sem Svavar Gests átti við hann árið 1977. Þar segir hann frá komu enskra upptökumanna til landsins árið 1930 en teknar voru upp um rúmlega 60 hljómplötur það ár.