Perlur

Þáttur 3 af 60

Leikin er tónlist, ljóð og viðtöl úr safni útvarpsins.

Endurflutt eru viðtöl Stefáns Jónssonar við Strandamenn sem hljóðrituð voru árið 1962. Rætt er við Andrés Guðmundsson, gamlan sjómann og kvæðamann í Norðurfirði á Ströndum sem segir frá lífshlaupi sínu og kveður nokkrar stemmur. Einnig ræðir Stefán við Þorstein Guðmundsson, refaskyttu á Finnbogastöðum í Árneshreppi á Ströndum. sem segir frá göldrum, refaveiðum, sjóskrímsli og vetrarferðum við erfiðar aðstæður.

Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.

(Áður á dagskrá 1998)

Frumflutt

16. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Perlur

Perlur

Þættir

,