Perlur

Þáttur 42 af 60

Tónlist og viðtöl úr safni útvarpsins.

Endurfluttur er gamall íþróttaþáttur þar sem Guðjón Einarsson flytur erindi, en það var aðeins fjallað tvisvar um knattspyrnu í útvarpi árið 1948.

Endurflutt er erindi séra Sigurðar Einarssonar í Holti sem nefnist "Hví erum vér svo lausir við landið".

Leikin eru lög með Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar og þeim Gellin og Borgström, sem komu hingað til lands á sínum tíma og léku tónlist sína fyrir landsmenn við miklar vinsældir.

Einnig er lesið úr lesendabréfi Þorgríms Einarssonar á Búastöðum til Útvarpstíðinda, þar sem hann lýsti vanþóknun á "villimannadjassi" sem sendur var út frá Hótel Borg og bað um fleiri lestra úr góðum bókum og harmoníkutónlist, sem hann óttaðist væri kominn úr móð.

Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.

(Áður á dagskrá 1999)

Frumflutt

19. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Perlur

Perlur

Þættir

,