Flutt er íslensk tónlist með Helenu Eyjólfsdóttur, Óðni Valdimarssyni, KK sextettinum, Sigurði Þórarinssyni og stúdentsefnum úr Menntaskólanum í Reykjavík, Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar og fleiri.
Sveinn Sæmundsson ræðir við Jón Guðmundsson frá Molastöðum í Fljótum, um sjómennsku, hákarlaveiðar fyrr á tíð og síldveiði.