Tónlist frá ýmsum tímum, gamlar hljóðritanir úr safni útvarpsins og af sjaldgæfum hljómplötum, m.a. með Borgfirðingakórnum, Maríu Markan, Guðrúnu Á. Símonar, Sigrúnu Jónsdóttur, Sigurði Þórarinssyni, Savanna tríóinu, Svavari Lárussyni og Birni R. Einarssyni. Sigrún Jónsdóttir syngur tvö lög eftir 12. september sem hljóðrituð voru og flutt 12. september 1965 þegar Freymóður Jóhannsson varð sjötugur. Sigurður Þórarinsson syngur lagið lagið Vorkvöld í Reykjavík við gítarleik og flytur erindi um hlaup úr Grímsvötnum yfir Skeiðarársand árið 1954. Hann segir hann frá aðdraganda, hlaupsins og afleiðingum þess, auk þess að vitna í gamla annála og sagnir af hlaupum fyrri alda.