Fjallað er um norsku söngkonuna Noru Brockstedt og geimferðir sem voru að hefjas haustið 1957. Tónlist frá þessum tíma er leikin. Flytjendur eru Den Ny Radiotrio, Nora Brockstedt, Monn Keys, Skapti Ólafsson og SAS tríóið.
Flutt er brot úr fréttaauka sem Jón Magnússon, fréttastjóri stýrir. Hann ræðir við þorbjörn Sigurðsson, prófessor, um ferðir Sputnik 1 og Spútnik 2, um himingeiminn, geimhundinn Danka og framtíðarsýn manna í upphafi geimsiglinga.
Þá lýsir Gísli Halldórsson, verkfræðingur og félagi í Ameríska eldflaugafélaginu og Breska geimsiglingafélaginu, eðli geimsiglinga og þeim áætlunum sem á lofti voru í upphafi geimaldar um stofnun geimstöðva og fleira þessháttar.