Í þættinum er leikin kórtónlist með Karlakór Reykjavíkur og Árnesingakórnum, kvartettútsetningar fyrir Einsöngvarakvartettinn og einsöngslög með Kristni Hallssyni, Rannveigu Fríðu Bragadóttur og Sigurði Bragasyni.
Leikin eru tvö brot úr viðtali við Jónas Bjarnason, sem segir frá harðindum og hremmingu frá æskuárum sínum um og eftir 1880. Björn Bergman ræddi við Jónas þegar hann var 94 ára.