Perlur

Þáttur 34 af 60

Leikin eru ýmis íslensk lög sem komu út á plötum á Norðurlöndunum um miðjan sjötta áratuginn, auk skandinavíkra laga sem notið hafa vinsælda hér á landi.

Geir Zoega, fyrrum vegamálastjóri, þáverandi yfirumsjónarmaður Brunavarna ríkisins, ræðir um brunavarnir í frystihúsum og fiskvinnsluhúsum á Íslandi en árin á undan höfðu orðið 50 eldsvoðar í þessum húsum vítt og breitt um landið.

Einnig flytur Gunnar Eyjólfsson, leikari, fréttaauka frá Bandaríkjunum þar sem rætt var um veikindi Eisenhovers forseta Bandaríkjanna. Hann segir frá umræðum sem fóru fam meðal þingmanna um það hver yrði handhafi forsetavalds ef Eisenhover yrði ófær um stjórna landinu vegna veikinda sinna. Eins hver ætti ákveða hvenær forsetinn yrði ófær um sinna starfi sínu.

Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.

(Áður á dagskrá 1998)

Frumflutt

24. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Perlur

Perlur

Þættir

,