Perlur

Þáttur 31 af 60

Í þættinum eru leikin sjómannalög og ýmislegt rifjað upp sem tengist því þegar fiskveiðilögsagan var færð úr í 12 mílur 1. september 1958. Flytjendur tónlistar eru Haukur Morthens, Erling Ágústsson, Ragnar Bjarnason og Savanna tríóið.

Leikið er brot úr dagskrá sem gerð var um útfærslu landhelginnar í 12 mílur og send út 1. september 1959 þegar ár var liðið frá þessum atburði. Umsjón og lestur: Benedikt Gröndal, Óskar Halldórsson, Óskar Ingimarsson og Jónas Jónasson. Einnig eru brot úr ræðum Lúðvíks Jósepssonar og Guðmundar Í. Guðmundssonar, auk þess sem spilað er ávarp sem Hermann Jónasson flutti þjóðinni vegna atburða sem áttu sér stað við vestanvert landið. Ennfremur eru hljóma talstöðvarsamskipti milli togarans Russell og varðskips í þættinum.

Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.

(Áður á dagskrá 1998)

Frumflutt

3. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Perlur

Perlur

Þættir

,