Í þættinum er endurflutt brot úr eftirfarandi liðum úr segulbandasafni RÚV:
Ásgeir Guðmundsson, hreppstjóri, oddviti og dýralæknir, úr Æðey í Ísafjarðardjúpi segir frá stuttum fundi sem hann átti með Einari Benediktssyni skáldi. Ragnar Jóhannesson cand. mag. ræðir við Ásgeir.
Guðmundur G. Hagalín, rithöfundur, flytur brot úr erindi sem hann hélt í Útvarpinu 01.05.1959. Þar ræðir hann um kjör alþýðunnar fyrrum.