• 00:28:14Edda og Greipur mæla með
  • 01:26:24Bryndís Lofts á bókahátíð
  • 01:45:58Halldóra Dröfn á Matarmóti

Helgarútgáfan

Edda og Greipur mæla með, austfirsk matarveisla og bókaflóð í borginni

Helgarútgáfan var á hundavaði þennan laugardaginn. Við brunuðum austur og heyrðum af Matarmóti Austurlands, hátíð kræsinga austan, Meðmælasúpan fína var á sínum stað og við slógum á þráðinn í Bókahátíð í Hörpu.

Matarmót Austurlands fór fram í Sláturhúsinu á Egilsstöðum undir yfirskriftinni „Landsins gæði austfirsk hráefni“. Þar sameinuðust framleiðendur, frumkvöðlar og mataráhugafólk í sannkallaðri veislu fyrir bragðlaukana þar sem landshlutinn sýnir hvað hann hefur upp á bjóða þegar kemur hráefnum og matargerðarlist. Við heyrðum í Halldóru Dröfn Hafþórsdóttur.

Svo mætti segja hið árlega jólabókaflóð hafi hafist formlega í dag með Bókahátíð í Hörpu í Reykjavík og hún stendur yfir alla helgina þar sem opið er frá kl. 11-17 bæði í dag og á morgun. Þar kynna höfundar bækur sínar, upplestrar ýmsir úr nýjustu bókunum, barnadagskrá, ungmennabókadagskrá og allt hvað eina ... við hringdum niður í Hörpu og heyrðum í Bryndísi Loftsdóttur og fengum stemninguna beint í æð.

Svo var Meðmælasúpan góða á sínum stað og til okkar mættu þau Edda Kristín Sigurjónsdóttir og Greipur Gíslason sem eru með meirapróf í meðmælasúpum, því þau byrjuðu á því fyrir löngu kokka sínar súpur og bera fram í fréttabréfi sem heitir einfaldlega Edda og Greipur mæla með! Þar velja þau sýningar, viðburði og tónleika sem þeim finnst standa upp úr og við fengum langan lista af frábærum meðmælum, allt frá eplasnittum til Sibeliusar.

Þau Edda og Greipur voru á norrænum nótum og tónlistin tók mið af því út allan þáttinn. Þannig fengu heyrast leiftrandi laugardagstónar frá Norðurlöndunum í bland við nýjasta og besta.

Frá kl. 12:45

BENNI HEMM HEMM & URÐUR & KÖTT GRÁ PJÉ - Á óvart

SIGUR RÓS - Inní mér syngur vitleysingur

KIM LARSEN - Papirsklip

AMPOP - My Delusions

ÁSGEIR TRAUSTI - Ferris Wheel

TAME IMPALA - Dracula

KENT - Music Non Stop

Frá kl. 14:00

PRINS PÓLO OG HIRÐIN - Ég er klár

RAYE söngkona - WHERE IS MY HUSBAND!

THE CARDIGANS - Lovefool

SISTER SLEDGE - He's the greatest dancer

LAUFEY - Mr. Eclectic

A-HA - Sun Always Shines On Tv

ELLEN - Kona

JÓNAS SIG - Hamingjan er hér

D-A-D - Sleeping My Day Away

Frá kl. 15:00

BIRNIR, TATJANA - Efsta hæð

ATOMIC SWING - Smile

KEANE - Everybody's Changing

FAMILJEN - Det Snurrar i Min Skalle

ACE OF BASE - All That She Wants

THE HIVES - Hate To Say I Told You So

ABBA - Mamma mia

JUNIOR SENIOR - Move Your Feet

WHIGFIELD - Saturday Night

ROBYN - Dancing On My Own

Frumflutt

15. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Helgarútgáfan

Helgarútgáfan

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær hljóma.

Þættir

,