Helgarútgáfan

Eru haldin jól á Tenerife? Afbragðssúpa Ómars og Önnu Rúnar.

Þau Anna Rún Frímannsdóttir blaðamaður og rithöfundur og Ómar Úlfur Eyþórsson útvarpsmaður og nýráðinn dagskrárstjóri Bylgjunnar mættu í afar bragðgóða Meðmælasúpu dagsins og mátti heyra af afbragðs afþreyingarefni sem þau mæltu innilega með fyrir hlustendur Rásar 2.

Tónlistarmennirnir Guðmundur Annas Árnason og Kristinn Jón Arnarson veltu eitt sinn fyrir sér hvort það væri í alvörunni jólalegt á Tenerife en síðustu ár þá hafa sífellt fleiri Íslendingar kosið verja jólunum þar eða á öðrum sólaráfangastöðum. Er hægt upplifa alvöru jólastemningu á sólarströnd? Þetta hugsuðu þeir og á endanum komu þeir þessum vangaveltum í lagaform, glænýtt jólalag sem kallast Alvöru jól og við fáum heyra af þessu öllu saman.

Loks var tekinn púlsinn á jólaskapi landsmanna þessa helgina þegar það voru 11 dagar til jóla.

Tónlistin dunaði einnig:

SNORRI HELGASON, EMMSJÉ GAUTI, VALDIMAR - Bara ef ég væri hann

VIGDÍS HAFLIÐA, VILLI NETO - Hleyptu ljósi inn

RUPERT HOLMES - Escape The Pina Colada Song

QUEEN - You're My Best Friend

FINE YOUNG CANNIBALS - Suspicious Minds

BLUE ZONE - Jackie

ICEGUYS - Stingið henni í steininn

RÚNAR JÚLÍUSSON - Gott er gefa

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Það snjóar

PAT BENATAR - We belong

JÓHANN HELGASON - She's Done It Again

WEEZER - Island In The Sun

ROYEL OTIS - Who's your boyfriend

PÁLL ÓSKAR - Sjáumst aftur

LAUFEY ELÍASDÓTTIR - Monkey Gone to Heaven

HJÁLPARSVEITIN - Hjálpum þeim

ÍVAR KLAUSEN - All Will Come To Pass

BAGGALÚTUR, SIGGA BEINTEINS - Hótel á aðfangadag

PRETENDERS - 2000 Miles

RÍÓ TRÍÓ - Þá nýfæddur Jesú

LAUFEY - Santa Claus Is Comin' To Town

Frumflutt

13. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Helgarútgáfan

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær hljóma.

Þættir

,