Helgarútgáfan

Krautz in Seltjarnarnes, Hveravík, Vor í Vaglaskógi og gestastjórnandinn Villi Neto

Í kvöld hefja göngu sína nýir þættir á RÚV sem bera heitið Krautz in Seltjarnarnes. Það eru þeir Killian G. Emanúel Briansson, Jón Ólafur Hannesson og Árni Þór Guðjónsson sem standa baki þáttunum en þeir skrifa, leikstýra, leika og vinna þættina sjálfir.

Í Hveravík við Steingrímsfjörð voru haldnir tónleikar á fimmtudagskvöld. Kristín Einarsdóttir og Gunnar Jóhannsson ábúendur hafa staðið fyrir tónleikunum ásamt Guðjóni Davíð Karlssyni (Góa) í júlí undanfarin ár. Það kenndi ýmissa grasa á tónleikunum, meðal þeirra sem tróðu upp voru Þórólfur fyrrum landlæknir, Sveppi Krull og Margrét Eir.

Nýjasti og líklega yngsti sóknarprestur landsins, Elísa Mjöll Sigurðardóttir, verður vígð til prests í lok ágúst. Hún sagði hlustendum frá því hvernig nýja starfið legst í hana.

Siggi Gunnars var staddur á Vor í Vaglaskógi tónleikahátíðinni og gaf hlustendum stemminguna beint í æð. Hann ræddi meðal annars við Benna og Fannar, kynna á hátíðarinnar.

Gestastjórnandinn þessa vikuna var leikarinn og grínistinn Villi Neto. Hann valdi sér viðmælandann Gísla Matt, kokk á Slippnum, og spilaði skemmtileg lög frá öllum heimshornum.

Felix Bergsson var staddur á Borgarfirði Eystri þar sem Bræðslan fer fram í kvöld. Bein útsending verður á RÚV og Rás 2.

Tónlist í þættinum

Ásdís - Pick Up.

Bieber, Justin - Daisies.

Bríet - Wreck Me.

Childish Gambino - This Is America.

Puffin Island - Stúlka.

Chappell Roan - Pink Pony Club.

Burna Boy, Tini, Little Simz, Elyanna, Coldplay - WE PRAY.

SUEDE - Trash.

Elton John ft. Britney Spears - Hold Me Closer.

Gísli Ægir Ágústsson - Hafið eða fjöllin.

Candi Staton - Young hearts run free.

Boone, Benson - Sorry I'm Here For Someone Else.

Frank Ocean - Lost.

Stuðlabandið - Við eldana.

Warren, Alex, Roll, Jelly - Bloodline.

Júlí Heiðar Halldórsson, Ragga Holm - Líður vel.

Una Torfadóttir - Þú ert stormur.

The Beatles - Here Comes The Sun.

Kaleo - Vor í Vaglaskógi.

Sabrina Carpenter - Manchild.

Sálin hans Jóns míns - Gott vera til.

Teddy Swims - The Door.

Sophie Ellis Bextor - Murder On The Dancefloor.

Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg.

OutKast - Church.

Ed Sheeran - Sapphire.

Michael, George, Houston, Whitney - If I told you that.

Teitur Magnússon - Bros.

Tatsuro Yamashita -「SPARKLE」

Vigdís Hafliðadóttir, Villi Neto - Hleyptu ljósi inn.

Madonna - Die another day.

Morgan Wallen - Love Somebody.

Frumflutt

26. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Helgarútgáfan

Helgarútgáfan

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Steiney setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og velur taktvissa tónlist við hæfi.

Þættir

,