Við kíktum á maraþonhlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu en einn þeirra var Hannes Þór Halldórsson leikstjóri og fyrrum markmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann sagði að það að hlaupa maraþon væri erfiðara en að spila landsleik í fótbolta.
Það var líf og fjör í Hannesarholti. Sindri Snær Ómarsson sagði frá grasrótartónleikum sem voru í fullum gangi. Ragnheiður Jónsdóttir, stofnandi og eigandi, sagði frá starfseminni. Gunnar Kr Sigurjónsson, töframaður, gerði töfrabragð í beinni útsendingu.
Þjóðleikhúsið er 75 ára í ár og þar var boðið upp á á að giska 30 fermetra afmælisköku. Magnús Geir var til tals og einnig hin eina sanna Lína Langsokkur.
Emmsjé Gauti var nýbúinn að klára hljóðprufu fyrir Tónaflóð þegar við nöppuðum hann í viðtal. Hann var búinn að týna töskunni sinni en hún fannst svo við getum öll andað léttar.
Listvinnzlan stóðu fyrir ljóðaupplestri í samstarfi við Átak, félag fólks með þroskahömlun. Við spjölluðum við Atla Má Haraldsson, Elínu Sigríði Maríu Ólafsdóttur og Hörpu Rut Elísdóttur ljóðahöfunda en Atli og Harpa lásu fyrir okkur ljóð í beinni.
Landsmótið í Skæri–blað–steinn var haldið á staðnum White Lotus í Bankastræti. Emily Pitt fræddi hlustendur um leikinn og sagði meðal annars hvað væri algengasta fyrsta val hjá fólki þegar það spilar.
Leikarinn Mikael Emil Kaaber sem fer með eitt aðalhlutverkanna í Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu tók stuttan göngutúr með okkur upp Skólavörðustíg og sagði frá þrotlausum æfingum og undirbúningi fyrir sýninguna. Verst þykir honum að geta ekki lengur drukkið orkudrykki.
Að lokum kíktum við á vini okkar frá Gimli, Manitoba í Kanada. Það eru 150 ár síðan Vesturfararnir svokölluðu komu þangað fyrst og var Kevin Chudd, bæjarstjóri Gimli, mættur á Óðinstorg ásamt Heiðu Björgu, borgarstjóra Reykjavíkur. Vestur Íslendingurinn Kent Lárus Björnsson sagði okkur frá því hvernig fjölskyldan hans hefur haldið í íslenskar hefðir.
Tónlist
BENNI HEMM HEMM, URÐUR, KÖTT GRÁ PJÉ - Á Óvart
HERBERT GUÐMUNDSSON - Með Stjörnunum
AEROSMITH - Pink
VALDIS, JÓIPÉ - Þagnir Hljóma Vel
OF MONSTERS AND MEN - Ordinary Creature
VALDIS, JÓIPÉ - Þagnir Hljóma Vel
SOPHIE ELLIS-BEXTOR - Taste
RED HOT CHILI PEPPERS - Can't Stop
CURTIS MAYFIELD - Move On Up
THE CARS - Just What I Needed
SNORRI HELGASON - Torfi Á Orfi
LÓN - Cold Crisp Air
PAUL MCCARTNEY & WINGS - Silly Love Songs
ELVAR - Miklu Betri Einn
EAGLES - Take It Easy
PULP - Tina
THE KOOKS - She Moves In Her Own Way
EMMSJÉ GAUTI - Búmm Kahh
KIRIYAMA FAMILY - Imagine
SOMBR - 12 To 12
POST MALONE - Sunflower
SISTER SLEDGE - Thinking Of You
JUSTIN TIMBERLAKE - Can't Stop The Feeling
BRÍET - Wreck Me
KALEO - Bloodline
JAMES - Sit Down
TAME IMPALA - The Less I Know The Better
STING - Shape Of My Heart
CAAMP - Mistakes
BILLY STRINGS - Gild The Lily