Helgarútgáfan

Kusk og Óviti, Katrín Halldóra, Halli Melló og Ísleifur í Airwaves-hátíðarbúningi

Helgarútgáfan fór á flakk þennan laugardaginn og kom sér fyrir á Iceland Parliament hótelinu við Austurvöll. Þangað heimsóttu Helgarútgáfuna góðir gestir gestir og sannkölluð sparitónlist frá Iceland Airwaves hátíðum fyrri ára fékk hljóma.

Meðmælasúpan var vitaskuld á sínum stað; leikararnir og tónlistarfólkið Hallgrímur Ólafsson sem oft er kallaður Halli Melló og Katrín Halldóra Sigurðardóttir mætu í súpuna og bættu fáeinum frábærum meðmælum í annars afar bragðmikinn súpugrunn.

Kristján náði krækja í einn stórgóðan dúett sem kom fram á Airwaves hátíðinni í ár, fengum heyra af þeirra upplifun af hátíðinni og hvað væri fram undan. Það voru þau Kusk og Óviti eða Kolbrún Óskarsdóttir og Hrannar Máni Ólafsson sem litu við í laugardagsspjall.

Loks áður en yfir lauk þá fengum við hann Ísleif Þórhallsson í innlit en hann ásamt sínu fólki hjá Senu Live hefur haft veg og vanda á Airwaves hátíðinni síðan 2018 og við spurðum hann spjörunum úr.

Tónlistin var með Airwaves-áhrifum í bland við annað gúrmelaði:

Frá kl. 12:45

RETRO STEFSON - Glow

FLORENCE AND THE MACHINE - You've Got The Love

TRABANT - The One

KUSK & ÓVITI - Elsku vinur

HERRA HNETUSMJÖR - Ómótstæðileg

SINEAD O CONNOR - Mandinka

BRÍET - Sweet escape

SVÁFNIR SIG - Malbiksvísur

HELGI JÚLÍUS - Einelti (Egill Ólafsson og Stefanía Svavars)

PÁLL ÓSKAR OG BENNI HEMM HEMM - Eitt af blómunum

Frá kl. 14:00

HLJÓMSVEITIN EVA - Ást

ROYEL OTIS - Who's your boyfriend

KUSK OG ÓVITI - Augnaráð

GUGUSAR - Reykjavíkurkvöld

LOLA YOUNG - One Thing

KÁRI EGILSSON - Midnight Sky

THE MONKEES - I'm A Believer

COLDPLAY - Talk

Frá kl. 15:00

BUFF & Á MÓTI SÓL - Mamma gefðu mér grásleppu

OF MONSTERS AND MEN - Tuna In a Can

RAVYN LENAE - Love Me Not

MÁNI ORRASON - Fed All My Days

KENYA GRACE - Strangers

CYBER - I don't wanna walk this earth

BLOODGROUP - Hips Again

HOT CHIP - Over And Over

Frumflutt

8. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Helgarútgáfan

Helgarútgáfan

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær hljóma.

Þættir

,