• 00:00:20Nýr forseti ÍSÍ
  • 00:16:03Ófullnægjandi einkunnagjöf LHI
  • 00:21:21Torgið, veiðigjöld

Kastljós

Nýr forseti ÍSÍ, gallað einkunnakerfi, veiðigjöld í Torginu

Willum Þór Þórsson, fyrrverandi alþingismaður og heilbrigðisráðherra, var kjörinn forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um helgina. Og nýs forseta bíða ærin verkefni. Willum Þór er gestur Kastljóss í kvöld.

Listaháskóli Íslands tók ákvörðun um afnema tölulega einkunnagjöf í öllum deildum skólans árið 2019. Þetta breytta fyrirkomulag hefur orðið til þess nemendur við arkitektúrdeild skólans hafa fengið synjun á skólavist erlendis vegna ófullnægjandi einkunnagjafar og skorts á viðmiðum. Arkitektafélag Íslands sendi bréf á rektor Listaháskólans og menningar- og háskólaráðherra í lok síðasta mánaðar þar sem farið er fram á tafarlausar úrbætur á einkunnakerfinu.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra verða gestir Torgsins annað kvöld, sem verður í beinni útsendingu frá samkomuhúsinu í Grundarfirði. Umfjöllunarefni þáttarins eru breytingar á veiðigjöldum, sem stjórnvöld stefna og forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtæja hafa mótmælt harðlega. En hvað eru eiginlega veiðigjöld? Við förum í kjölinn á því.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

19. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,