Kastljós

Fæðingarþunglyndi og málverkafalsanir

Sífellt fleiri konur fæðingarþunglyndi og konur nota kvíða- og þunglyndislyf í auknum mæli á meðgöngu og fyrstu mánuðunum í lífi barnsins. Fæðingarþunglyndi er mjög misjafnt og misalvarlegt. Elín Ásbjarnardóttir heimspekingur er Gestur Kastljós en hún hefur rannsakað líðan kvenna í kjölfar barnsburðar og umbreytingunni sem fylgir því verða móðir. Við heyrum einnig sögu Hafdísar Evu Árnadóttur sem fékk fæðingarþunglyndi í kjölfar erfiðrar fæðingar eldri dóttur sinnar.

Málverkafalsanir fela í sér fjársvik, skjalafals og brot á höfundaréttalögum. Þessir flóknu glæpir eru leiddir fyrir sjónir almennings á sýningu sem stendur yfir í Listasafni Íslands og við heimsækjum í lok þáttar.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

23. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,