• 00:00:45Fatlaðir fluttir frá Grindavík
  • 00:12:13Hvar er Jón?
  • 00:19:57Ifígenía í Ásbrú

Kastljós

Fatlaðir fluttir frá Grindavík, Hvar er Jón? og Ífígenía Tjarnarbíó

Eftir Grindavík var rýmd fóru íbúar íbúðakjarnans við Túngötu hver í sína áttina. Þrír íbúanna dvöldu í sjö mánuði í þröngri blokkaríbúð sem var illa farin af rakaskemmdum. Starfsfólk og aðstandendur segja hópinn hafa gleymst.

Jón Þröstur Jónsson hvarf sporlaust á Írlandi fyrir sex árum. Í nýjum hlaðvarpsþáttum sem unnir eru í samstarfi RÚV og írska ríkisútvarpsins koma fram nýjar upplýsingar um hvarfið og við ætlum ræða um þær við Önnu Marsibil Clausen, ritstjóra hlaðvarpa hér hjá RÚV.

Ífigenía í Ásbrú er titill nýs leikrits sem staldrar við hjá manneskju sem flest myndu annars arka framhjá. Þórey Birgisdóttir fer með titilhlutverk verksins, sem fjallar öðrum þræði um fordóma í heilbrigðiskerfinu.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

27. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,