• 00:00:22Græna skemman í Álfabakka
  • 00:17:57Vigdís: Fólkið á bak við tjöldin

Kastljós

Græna vöruskemman í Álfabakka og sjónvarpsserían Vigdís

Borgarstjórn ætlar láta gera stjórnsýsluúttekt á byggingu vöruhússins í Breiðholti sem valdið hefur nágrönnum þess í Árskógum ama. Þá fæst mögulega svar við spurningu sem margir hafa spurt sig síðastliðnar vikur: Hvernig gat þetta gerst? Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn, Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, ræddu málið í Kastljósi.

Landsmenn eru límdir yfir sjónvarpsþáttunum um Vigdísi Finnbogadóttur. Mikil vinna fór í endurskapa tíðaranda þáttanna útfrá sviðsmynd, búningum og hárgreiðslu. Við hittum fólkið á bakvið tjöldin.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

9. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,