• 00:01:1310. bekkingar í Laugarlækjaskóla
  • 00:03:52Kennaraverkfall
  • 00:17:38Chandrika, Austur-Indífélagið 30 ára

Kastljós

Kennaraverkfall og Austur-Indíafélagið 30 ára

Verkfall kennara í níu skólum víða um land hófst í dag, fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla. Engir formlegir samningafundir eru á dagskrá í deilunni. Hópur kennara stóð verkfallsvörð í Skagafirði í morgun og Kennarasambandið hefur sakað Samband Sveitarfélaga um verkfallsbrot þar. Enn ber mikið á milli samningsaðila í deilunni, Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands og Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga eru gestir Kastljóss.

Svo er rætt við Chandriku Gunnarsson, veitingakonu á Austur-Indíafélaginu, sem er einn langlífasti veitingastaður landsins en staðurinn fagnar 30 ára afmæli í ár.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

29. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,