• 00:00:21Fær ekki NPA-aðstoð þrátt fyrir samning
  • 00:15:54Félagsmiðstöðvar
  • 00:19:54Íslenskur dans í Dansehallerne

Kastljós

Fær ekki NPA-aðstoð þrátt fyrir samning, félagsmiðstöðvar, Íslenski dansflokkurinn í Danmörku

Óskar Kemp lenti í bílslysi á Reykjanesbraut árið 2018 og hlaut alvarlegan heilaskaða í kjölfarið. Sex árum síðar fær hann enn ekki fulla þjónustu heima fyrir og fyrir stuttu var honum synjað um næturþjónustu, þrátt fyrir læknar telji hann þurfa stuðning allan sólarhringinn. Við settumst niður með Indu Hrönn, eiginkonu Óskars.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og formaður Velferðarráðs kom í kjölfarið í myndver og ræddi mál Óskars í sambærilegri stöðu. Hún ræddi líka stöðu félagsmiðstöðva. Mikilvægi þeirra hefur verið mikið rætt á síðustu vikum en um áramót voru opnunartímar þeirra styttir í Reykjavík.

Íslenski dansflokkurinn sýndi opnunaratriði þegar danshöll var vígð í Kaupmannahöfn á dögunum. Kastljós var á staðnum.

Frumsýnt

18. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,