• 00:00:56Deilt um stöðuna á leigubílamarkaði
  • 00:13:34Fordómar á Íslandi
  • 00:18:55Sigurvegarar Músíktilrauna 2024

Kastljós

Leigubílstjórar, fordómar í opinberri umræðu, Músíktilraunir 2024

Mikil umræða hefur skapast um stöðuna á leigubílamarkaði síðustu vikur. Myndbönd hafa verið birt af átökum við Leifsstöð, fjallað hefur verið um íslenskukunnáttu og prófsvindl og inn í þetta blandast dómur sem nýlega féll yfir leigubílstjóra. Rætt við Daníel O. Einarsson, formann Frama, og Sæunni Ósk Unnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Hopp.

Íslend­ing­ar virðast orðnir op­in­skárri um for­dóma sína í garð inn­flytj­enda. Lögregla var kölluð til á heimili í Árbæ í síðustu viku þar sem nasistafána var flaggað og gróf neikvæð umræða skapaðist á samfélagsmiðlum vegna þátttöku palestínska söngvarans Bashar Murad í Söngvakeppninni. Talað við Margréti Valdimarsdóttir dós­ent í fé­lags- og af­brota­fræði.

Sigurvegarar Músíktilrauna mættu í myndver en það er hljómsveitin Vampíra. Hún spilar svo kallaða svartmálmstónlist en yrkisefnin geta þó verið allt frá syndinni sjálfri yfir í lúpínur.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

18. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,