• 00:01:00Óvinnufær eftir ofskynjunarsveppi
  • 00:10:41Ráðherra um mansal og atvinnuréttindi
  • 00:20:34Menningarfréttir

Kastljós

Óvinnufær eftir ofskynjunarsveppi, ráðherra um mansal og atvinnuréttindi, menningarfréttir

Eins og fram kom í Kastljósi á dögunum hefur innlögnum á geðdeild í tengslum við notkun hugvíkkandi efna snaraukist á undanförnum árum. Í kjölfar umfjöllunar okkar hafði samband við okkur kona, sem er óvinnufær í kjölfar slíkrar meðferðar vegna endurtekinna ofskynjana. Hún féllst segja Kastljósi sögu sína.

Kastljós hefur í vikunni fjallað um atvinnuleyfi og mansal í kjölfar Kveiks þáttar þar sem fylgst var með aðgerðum sem beindust gegn víetnamska kaupmanninum Quang Lé, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um mansal og peningaþvætti. Í kjölfarið hafa vaknað spurningar um heimildir eftirlitsstofnanna og möguleika þeirra til koma í veg fyrir og bregðast við í þessum málum. Rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Í menningarfréttum vikunnar var meðal annars fjallað um nýja heimildarmynd um Megas og sýningu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

14. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,