• 00:01:00Fasteignamál Grindvíkinga
  • 00:15:03Undirbjuggu aðgerðir í nokkra mánuði
  • 00:20:52Sækir einn menningarviðburð á dag í heilt ár

Kastljós

Uppkaup í Grindavík, lögregluaðgerðir gegn mansali, menningarviti

Lög um uppkaup ríkisins í Grindavík hafa tekið gildi og Grindvíkinga streyma á á þegar þaninn húsnæðismarkað. Dæmi eru um íbúar bítist um sömu eignir og yfirbjóði um margar milljónir. Bæjaryfirvöld segja fleiri stuðningsaðgerða þörf og gagnrýna stjórnvöld fyrir seinagang við kaup og innflutning á smáhýsum, sem myndu létta á pressunni. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Ellen Calmon, verkefnastýra húsnæðisteymis Grindavíkurbæjar voru gestir Kastljóss.

Lögregluaðgerðir í síðustu viku gegn meintu vinnumansali og peningaþvætti eru einhverjar þær umfangsmestu sem ráðist hefur verið í og voru marga mánuði í undirbúningi. Við ræddum við lögreglufulltrúana sem skipulögðu aðgerðirnar.

Í byrjun árs strengdi Hafliði Ingason sér það áramótaheit sækja menningarviðburð á hverjum degi í heilt ár. Kastljós hitti hann áður en hann skellti sér á hádegistónleika í Hörpu.

Frumsýnt

13. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,