Kastljós

Mansal, Joseph Stiglitz, Hljóðsafnið

Átta voru handtekin í gær vegna gruns um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í einhverjum umfangsmestu lögregluaðgerðum sem um getur hér á landi. Þetta er langt því frá fyrsta málið sem kemur upp þar sem grunur leikur á mansali. mála rata hins vegar fyrir dómstóla og aðeins eitt hefur leitt til sakfellingar. Hverju sætir? Við ræðum við Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirlögfræðing hjá lögreglunni á Suðurnesjum, og Kolbrúnu Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara.

Joseph Stiglitz, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2001, segir seðlabankar heims hafi gert reginskyssu þegar þeir hækkuðu stýrivexti til slá á verðbólgu síðustu missera. Þeir hafi látið hagfræðikenningar blinda sér sýn í stað þess horfa á rót vandans. Stiglitz var staddur á Íslandi á dögunum og Kastljós hitti á hann.

Á Hljóðsafni og Miðstöð munnlegrar sögu í Þjóðarbókhlöðunni eru varðveittar mörg þúsund upptökur og margar þeirra frá fyrri hluta síðustu aldar. Þarna finna gamalt útvarpsefni, hljóðupptökur úr einkasöfnum og tónlist sem var aðeins gefin út á kassettum. Við heimsóttum safnið á dögunum.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

6. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,