Kastljós

Gröfustjórar í Grindavík, staða íbúa, hús án hitaveitu, söfnun Rauða krossins

Verktakar sýndu mikið snarræði þegar þeir björguðu vinnuvélum af gossvæðinu, skömmu eftir gos hófst á sunnudagsmorgunn. Kastljós fór til Grindavíkur og hitti gröfustjórana, sem voru á fullu við búa til nýja varnargarða.

Slys í síðustu viku og gosið um helgina er reiðarslag fyrir Grindvíkinga, sem sjá ekki fram á geta snúið aftur heim í bráð. Mörg geta jafnvel ekki hugsað sér snúa aftur yfirhöfuð. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavíkurkirkju og Sunna Jónína Sigurðardóttir íbúi í Efrahópi í Grindavík, sem fór hluta til undir hraun í gær, voru gestir Kastljóss.

Grindavík er án húshitunar og rafmagns eftir hraunn fór yfir og rauf lagnir. Hvað þola hús slíkar aðstæður lengi um hávetur áður en þau fara skemmast? Við ræðum við Gústaf Adolf Hermannsson, byggingafræðing hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Rauði Krossinn hefur hrundið af stað söfnun fyrir Grindvíkinga. Við spurðum hann út í söfnunina.

Frumsýnt

15. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,