ok

Kastljós

Eðli sprungna, EM í handbolta og menningarfréttir

Leit stendur enn yfir að manni sem féll ofan í sprungu í Grindavík við vinnu í gær. Kastljós ræddi við Pál Einarsson jarðeðlisfræðing um sprunguhreyfingar og eðli þeirra.

Evrópumót karla í handbolta er að hefjast og Íslendingar eiga sinn fyrsta leik á móti Serbum á föstudag. Við heyrum í Loga Geirssyni í Þýskalandi og spáum í spilin með handboltakempunum Júlíusi Jónassyni, Hreiðari Levy Guðmundssyni og Guðríði Guðjónsdóttur.

Menningarfréttir voru á sínum stað. Við litum á nýja leiksýningu um Mannát í Tjarnarbíó, hittum sellóleikarann - og safnarann - Sigurð Halldórsson, og kynntum okkur brúðusýninguna Á eigin fótum í Þjóðleikhúsinu.

Frumsýnt

11. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,