• 00:00:47Hætta að dreifa pokum í verslanir
  • 00:12:07Uppbygging á Kópaskeri
  • 00:20:14Leila Josefowicz fiðluleikari með Sinfó

Kastljós

Sorpflokkun, uppbygging á Kópaskeri og fiðluleikarinn Leila Josefowicz

Sorpa ætlar hætta dreifa pokum fyrir lífrænan heimilisúrgang í matvöruverslanir vegna kostnaðar af völdum hamsturs. Fólk þarf þess í stað gera sér ferð á endurvinnslustöðvar til sér í poka. Eins og sjá á samfélagsmiðlum hefur þetta hleypt illu blóði í margar íbúa á höfuðborgarsvæðinu, sem finnst það skjóta skökku við vera gert keyra lengra í þágu umhverfisverndar. Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, er gestur Kastljóss auk þess sem rætt var við borgarbúa sem eru ekki sáttir við breytingarnar.

Mikil atvinnuuppbygging á sér stað á Kópaskeri og í Öxarfirði, í fyrsta sinn í mörg ár. Íbúum fjölgar hins vegar hægt og illa gengur laða ungt fólk á svæðið. Við fórum á Kópasker og tókum stöðuna á samfélaginu.

Hin kanadíska Leila Josefowicz er einn þekktasti fiðluleikari heims. Hún er jafnframt staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands í vetur og heldur tvenna tónleika í Eldborg í vikunni. Við hittum fiðluleikarann í aðdraganda þeirra.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

10. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,