• 00:01:02Tjaldbúðir á Austurvelli
  • 00:07:39Útsölur
  • 00:18:43Edda í Þjóðleikhúsinu

Kastljós

Tjaldbúðir á Austurvelli, útsölur og Edda

Útsöluvertíð er hafin og samkvæmt Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna er lögum og reglum þaraðlútandi oftast fylgt. Þær eru þó skýrari og betur framfylgt í netverslun mati starfsfólks samtakanna. Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir leikgerð Snorra-Eddu sem breiðir úr sér yfir fjalir Þjóðleikhússins. Arnar Jónsson fer þar með hlutverk Óðins.

Á Austurvelli hafa í tvær vikur staðið tjaldbúðir þar sem aðstandendur Palestínufólks sem fengið hefur dvalarleyfi hér á landi mótmæla því fjölskyldumeðlimir þeirra séu enn innlyksa á Gaza þrátt fyrir hafa fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Katrín Jakobsdóttir fundaði með mótmælendum í morgun. Einnig er rætt við Semu Erlu Serdar, formann Solaris, Naji Asar mótmælanda, Hjálmtý Heiðdal formaðnn Íslands-Palestínu.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

9. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,