Uppúr snævi þaktri grasrótinni gægjast í kvöld nokkrar furunálar, mistilteinn og mandarína. Venju samkvæmt er haldið upp á hálfgerð litlu jól í síðasta Ólátagarðsþætti fyrir hátíðirnar. Það er kominn tími á árlegan Jólátagarð; hér er boðið upp á súrústu, óhefðbundnustu, óvæntustu jólalögin, lögin sem koma sönnum Jólátabelgjum í grasrótarhátíðarskap.
Síðari hluti þáttarins verður svo helgaður fjórðu tónleikum í tónleikaröðinni Upprásinni, sem fram fóru í Kaldalónssal í Hörpu þriðjudaginn 10. desmber síðastliðinn. Þar léku listir sínar Juno Paul, AfterpartyAngel og sameheads.
Lagalisti:
We are not romantic - Rauð jól
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
Per: Segulsvið - Síðasti glussinn
Nablakusk - Hátíðarkusk
Asalaus - Krap, það eru jól
simmi - d1 $ s -xmas-666-
Þórir Georg - Gleðileg fokking jól
Guðný María - Ég vil fá jól
Cacksakkah - Ég elskessi jól
Tamarin/(Gunslinger) - I Am Coming Home For A Very Great Xmas
Kruklið - Engin jól án þín
The Little Deathbells - Ekki skemma jólin mín
⋆𝙁𝙡𝙮𝙜𝙪𝙮⋆ - Eitt lítið jólalag TRAP REMIX
Geigen - ffooom
Hörður Már Bjarnason - I Wish You Well
Sin Fang - Skreytum hús Re-Imagined
Juno Paul - Lifandi flutningur á Upprásinni í Hörpu 10.12.2024
AfterpartyAngel - Lifandi flutningur á Upprásinni í Hörpu 10.12.2024
sameheads - Lifandi flutningur á Upprásinni í Hörpu 10.12.2024
Sakaris - Jólaslagari