Morgunútvarpið

12. des. - Jólasveinar, námsgögn, mannanöfn, Gaza, tóbaksvarnir

Stekkjastaur kom fyrstur segir í kvæðinu og í dag er einmitt dagurinn sem Stekkjastaur kemur til byggða og gleður börn með gjöf í skóinn. En hvaðan koma íslensku jólasveinarnir? Sumir halda því a.m.k. fram þeir eigi uppruna sinn rekja í Dalina enda nátengdir jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum sem var einmitt fæddur og uppalin í Dölum. Við slógum á þráðinn til Þorgríms Einars Guðbjartssonar bónda á Erpsstöðum sem vissi meira um málið.

Mikið hefur verið rætt um námsárangur íslenskra barna undanfarna daga og sitt sýnist hverjum. Einn þeirra sem lagt hefur orð í belg er Heiðar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Iðnú bókaútgáfu og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem bendir á aðferðarfræði ríkið hafi einokun á útgáfu námsbóka fyrir grunnskóla löngu úrelt og stuðli versnandi námsárangri íslenskra grunnskólabarna. Heiðar Ingi kom til okkar.

Mannanafnanefnd heimilaði á dögunum nafnið Strympa. Þá líka heita Íviðja, Doddi og Gjöll, svo nokkur nöfn séu nefnd, en ekki Talia eða Leah. Við ræddum við Jóhannes Bjarna Sigtryggsson, rannsóknarlektor við Stofnun Árna Magnússonar, sem situr í mannanafnanefnd, um nýju nöfnin og þær reglur sem gilda um mannanöfn hér á landi.

Við ræddum stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs við Magneu Marinósdóttur, alþjóðastjórnmálafræðing. Samningamenn í Katar segja virðist vilji til samkomulags um vopnahlé ekki sami og undanfarnar vikur. Við ræddum stöðu mála og næstu daga og vikur á Gaza.

Til stóð ræða frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir á Alþingi í gær, en frumvarpið bíður þriðju umræðu. Við höfum áður rætt við Viðar Jensson, verkefnastjóra tóbaksvarna hjá embætti landlæknis, sem fagnaði frumvarpinu, en í dag ræddum við málið við formann Flokks fólksins, Ingu Sæland, sem segir forræðishyggjuna ganga of langt í þessum efnum.

Sævar Helgi Bragason leit svo við hjá okkur með skemmtilegan vísindafróðleik í farteskinu venju, m.a. um rauðvínshausverk, jólatungl o.fl.

Tónlist:

Andrea Gylfadóttir - Glæddu jólagleði.

Daði Freyr - Allir dagar eru jólin með þér.

Bing Crosby - Merry Christmas.

Brunaliðið - Jóla, jólasveinn.

Kacey Musgraves og Leon Bridges - Present without a bow.

Joey Christ og Tatjana - Gufunes.

Eurythmics - Winter Wonderland.

Frumflutt

12. des. 2023

Aðgengilegt til

11. des. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,