Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá Íslandi, Frakklandi og Finnlandi

Tónlistin í þættinum:

Draumur hjarðsveinsins birkilaut hvíldi ég) eftir Sigvalda Kaldalóns. Ljóðið orti Steingrímur Thorsteinsson. Eggert Stefánsson söng, ekki getið um píanóleikara. Hljóðritað í Lundúnum í maí 1920.

Trois chansons, M69 eftir Maurice Ravel. The King’s Singers flytja.

Þættir verksins eru:

I. Nicolette

II. Trois beaux oiseaux du Paradis

III. Ronde

Sigla - konsert fyrir hörpu og hljómsveit eftir Lottu Wennäkoski. Sivan Magen leikur á einleik á hörpu með Sinfóníuhljómsveit finnska útvarpsins. Stjórnandi er Nicholas Collon.

Þættir úr Messu eftir Magnús Ragnarsson: Kyrie og Credo. Kór Langholtskirkju syngur Magnús Ragnarsson stjórnar.

Elektra (2017) eftir Helga Hrafn Ingvarsson í flutningi Elektra ensemble.

Meðlimir Elektra Ensemble: Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó; Emilía Rós Sigfúsdóttir, flauta, bassaflauta; Helga Björg Arnardóttir, klarínett, bassaklarínett; Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla; Margrét Árnadóttir, selló).

L'invitation au voyage eftir Henri Duparc, ljóðið orti Charles Baudelaire. Sandrine Piau sópran syngur, David Kadouch leikur á píanó.

Hébé op. 2 nr. 6 eftir Ernest Chausson, ljóðið orti Louise Ackermann. Ann Murray, messósópran syngur, Graham Johnson leikur á píanó.

Frumflutt

29. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,