Tónlistin í þættinum:
Eg vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttur. Textinn er fenginn úr Maríutexta Brynjólfs Sveinssonar biskups frá sautjándu öld. Hljómeyki syngur undir stjórn Bernharðs Wilkinssonar. Hljóðritun kom út 2002 á plötunni Virgo gloriosa.
Fjórði þáttur, Allegretto grazioso - Un poco più presto úr Konserti fyrir píanó og hljómsveit nr. 2 í B-dúr op. 83 eftir Johannes Brahms. Maurizio Pollini leikur ásamt Fílharmóníusveitinni í Vín undir stjórn Claudio Abbado.
Hljóðritað í desember 1979 í Grosser Saal í Musikverein í Vín.
Fimm tríó-þættir fyrir óbó, klarínettu og fagott eftir Jacques Ibert. Þættir verksins eru:
I. Allegro vivo
II. Andantino
III. Allegro assai
IV. Andante
V. Allegro quasi marziale
Flytjendur eru Pauline Oostenrijk óbóleikari; Hans Colbers klarínettuleikari og Peter Gaasterland, fagott.
Après un rêve eftir Gabriel Fauré í umritun eftir Milton Katims. Lynn Harrell leikur á selló og Bruno Canino á píanó.
Konsert fyrir víólu og hljómsveit op. post eftir Béla Bartók.
Verkið er í þremur þáttum:
1. Moderato
2. Adagio religioso
3. Allegro vivace
Kim Kashkashian leikur á víólu með Kammersveit hollenska útvarpsins. Stjórnandi er Peter Eötvös.
Þýtur í stráum, þjóðlag í raddsetningu eftir Sigurð Rúnar Jónsson (Didda fiðlu). Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.