Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Tónlistin í þættinum:

Eg vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttur. Textinn er fenginn úr Maríutexta Brynjólfs Sveinssonar biskups frá sautjándu öld. Hljómeyki syngur undir stjórn Bernharðs Wilkinssonar. Hljóðritun kom út 2002 á plötunni Virgo gloriosa.

Fjórði þáttur, Allegretto grazioso - Un poco più presto úr Konserti fyrir píanó og hljómsveit nr. 2 í B-dúr op. 83 eftir Johannes Brahms. Maurizio Pollini leikur ásamt Fílharmóníusveitinni í Vín undir stjórn Claudio Abbado.

Hljóðritað í desember 1979 í Grosser Saal í Musikverein í Vín.

Fimm tríó-þættir fyrir óbó, klarínettu og fagott eftir Jacques Ibert. Þættir verksins eru:

I. Allegro vivo

II. Andantino

III. Allegro assai

IV. Andante

V. Allegro quasi marziale

Flytjendur eru Pauline Oostenrijk óbóleikari; Hans Colbers klarínettuleikari og Peter Gaasterland, fagott.

Après un rêve eftir Gabriel Fauré í umritun eftir Milton Katims. Lynn Harrell leikur á selló og Bruno Canino á píanó.

Konsert fyrir víólu og hljómsveit op. post eftir Béla Bartók.

Verkið er í þremur þáttum:

1. Moderato

2. Adagio religioso

3. Allegro vivace

Kim Kashkashian leikur á víólu með Kammersveit hollenska útvarpsins. Stjórnandi er Peter Eötvös.

Þýtur í stráum, þjóðlag í raddsetningu eftir Sigurð Rúnar Jónsson (Didda fiðlu). Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.

Frumflutt

2. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,