Sígild og samtímatónlist
Kynnir: Rakel Edda Guðmundsdóttir
Tónlistin í þættinum:
Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit í D-dúr, op. 61 eftir Ludwig van Beethoven.
Þættir verksins eru:
1. Allegro ma non troppo
2. Larghetto
3. Rondo. Allegro
María Dueñas leikur einleik á fiðlu ásamt Sinfóníuhljómsveit Vínarborgar undir stjórn Manfred Honeck.
Hljóðritunin kom út í maí 2023.
Söngur án orða fyrir selló og píanó op. 109 eftir Felix Mendelssohn Bartholdy.
Sheku Kanneh-Mason leikur á selló og Isata Kanneh-Mason á píanó.
Hljóðritunin kom út í september 2022.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.