Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran syngur Þið förumenn jarðar eftir Atla Heimi Sveinsson, samið við ljóð Davíðs Stefánssonar. Francisco Javier Jáuregui og Pétur Jónasson leika á gítara.
István Várdai leikur á selló og Julien Quentin á píanó, þeir flytja Danse Orientale úr 2 Pieces Op. 2 eftir Sergei Rachmaninov.
Borodin strengjakvartettinn leikur þriðja þátt, Très lent, úr Strengjavartett í F-dúr eftir Maurice Ravel.
Lorène de Ratould píanóleikari leikur Six Études eftir Karol Beffa.
Verkið er í 6 þáttum:
1 À Jakob
2 À Dana Ciocarlie
3 À Lorène de Ratuld
4 À Dana Ciocarlie
5 À Jean-Frédéric Neuburger
6 À David Sanson.
Phyllis Bryn-Julson syngur ásamt Sinfóníuhljómsveit breska útvarpsins og BBC Singers. Þau flytja Le soleil des eaux eftir Pierre Boulez.
Frumflutt
3. mars 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.