Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur tónverkið Kóral eftir Huga Guðmundsson við kvæði 16. aldar skáldsins séra Ólafs Jónssonar á Söndum. Hljóðritunin var gerð árið 2013.
Azima Ensemble flytur tónverk eftir Ingibjörgu Azimu: Til næturinnar (2021) tónverk fyrir sópran, píanó og básúnu. Höfundur texta er Kristín Jónsdóttir. Azima Ensemble skipa Margrét Hrafnsdóttir, sópran ; Hrönn Þráinsdóttir, píanó; Ármann Helgason, bassaklarínetta ; Ólöf Sigursveinsdóttir, selló ; Björg Brjánsdóttir, flauta, altflauta ; Ingibjörg Azima, básúna. Hljóðritunin var gerð í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði sumarið 2022.
Flautuseptettinn Viibra flytur Venutian wetlands eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur. Leikið af plötu þeirra: Viibra, sem kom út í fyrra.
Barbara Hannigan syngur með píanóleikaranum Bertrand Chamayou og Emerson strengjakvartettinum: Chanson perpéturelle, ópus 37 eftir Ernest Chausson. Kvartettinn skipa fiðluleikararnir Eugene Drucker og Philip Setzer, fiðla, Lawrence Dutton víóluleikari og Paut Watkins sellóleikari. Hljóðritunin var gerð í Hollandi árið 2022.
Jessye Norman syngur með Fílharmóníusveit New York borgar sem Pierre Boulez stjórnaði: Der Wein, konsert-aríu fyrir sópran og hljómsveit eftir austurríska tónskáldið Alban Berg. Hljóðritun frá 1980.
Miami strengjakvartettinn flytur Strengjakvartett eftir Leif Þórarinsson sem saminn var árið 1970. Hljóðritun frá 1992.
Sellóleikarinn Steven Isserlis og píanóleikarinn Pascal Devoyon flytja 2. þátt, Andante, úr Sónötu nr. 1 ópus 109 í D-moll eftir Gabriel Fauré. Hljóðritun frá 1995.