Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Tónlistin í þættinum:

Vorið eftir Edvard Grieg í útsetningu fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Ben Palmer. Eldbjørg Hemsing leikur á fiðlu ásamt Fílharmóníusveit Norðurslóða (Arctic Philharmonic) undir stjórn Christian Kluxen.

Liebst du um schönheit úr ljóðaflokknum Rückert lieder, eftir Gustav Mahler. Friedrich Rückert orti ljóðið. Jan DeGaetani mezzosópran syngur með Eastmann kammersveitinni, stjórnandi er David Effron. (útg. 1989).

Saxófónkvartett (2010) eftir Þórð Magnússon, Íslenski saxófónkvartettinn leikur.

Íslenska saxófónkvartettinn skipa: Vigdís Klara Aradóttir, sópran-saxófónn; Sigurður Flosason, alt-saxófónn; Peter Tompkins, tenór-saxófónn; Guido Bäumer, barítón-saxófónn. (Útg. 2013)

2. þáttur, Adagio molto espressivo úr Kvintetti fyrir tvær fiðlur, tvær víólur og selló í D-dúr op. 29 eftir Ludwig van Beethoven. Flytjendur eru Cecil Aronowitz víóluleikari ásamt Amadeus-kvartettinum. (Útg. 1997).

Í dag, eftir Sigfús Halldórsson, tónskáldið syngur og leikur á píanó. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti orti ljóðið. Hljóðritun frá 1951.

Febrúarhiminn (2017), verk í sjö þáttum eftir Kolbein Bjarnason. Flytjendur eru Elektra Ensemble og Duo Harpverk. (Útg. 2019)

2. þáttur, Andante úr Trompetkonserti í Es-dúr eftir Franz Joseph Haydn. Flytjendur eru Alan Stringer trompetleikari ásamt Academy of St Martin-in-the-Fields-sveitinni, stjórnandi er Neville Marriner. (Útg. 1967).

2. þáttur, Menuetto - Trio úr Divertimento fyrir blásara í B-dúr KV 186 (159b) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Flytjendur eru blásarar úr Fílharmóníusveit Berlínar, stjórnandi er Karl Böhm.

(Blásarar: Gerhard Turetschek, óbó; Walter Lehmayer, óbó; Alfred Prinz, klarinett; Christian Cubasch, klarinett; Gunter Lorenz, enskt horn; Gottfried Boisits, enskt horn; Dietmar Zeman, fagott; Camillo Oehlberger, fagott; Roland Berger horn; Volker Altmann, horn)

Frumflutt

5. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,