Sígild og samtímatónlist

Þáttur 5 af 50

Sunnukórinn á Ísafirði flytur Söngvaseið, íslenskan texta Kjartans Sigurjónssonar við enska þjóðlagið Greensleeves í útsetningu eftir stjórnandann Hjálmar H. Ragnarsson. Sigríður Ragnarsdóttir leikur með á píanó og Jónas Tómasson á altflautu. Hljóðritunin var gerð í Alþýðuhúsinu á Ísafirði árið 1976.

Sif Margrét Tulinius leikur fyrsta þátt af fjórum úr tónverkinu Dark Gravity eftir Viktor Orra Árnason, sem finna á plötu hennar De Lumine sem kom út á nýliðnu ári.

Una Sveinbjarnardóttir, fiðluleikari og Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari flytja Ávarp (prologue) úr Íslenskri svítu (Icelandic suite) eftir Jórunni Viðar. Hljóðritunin frá 2021.

Kvennakór Reykjavíkur flytur lag Báru Grímsdóttur Da pacem, domine undir Sigrúnar Þorgeirsdóttur.

Kristinn Hallsson syngur við undirleik Árna Kristjánssonar: Am Meer eftir Franz Schubert við ljóð Heinrichs Heine.

Sönghópurinn Hljómeyki flytur Kvöldvísur um sumarmál eftir Stefán Hörð Grímsson við lag eftir stjórnandann Hjálmar H. Ragnarsson.

Fiðluleikarinn Rachel Podger og barokksveitin Brecon Baroque flytja Kammerútsendingu fyrir fiðlu og nákvæman bassa, Chamber airs for a violin and thorough bass, ópus 2 númer 4 í A-moll eftir Richard Jones. Barokksvetin Brecon Baroque er skipuð Reiko Ichise, á gömbu, Felix Knecth á selló, Elizabeth Kenny á bassalútu og Marcin Swiatkiewicz, á sembal og orgel. Verkið er í þremur þáttum: I. Preludio. Largo ; II. Allegro ; III. Giga. Allegro

Píanóleikarinn Maria João Pires, fiðluleikarinn Augustin Dumay og Jian Wang sellóleikari flytja 3. þátt, Allegretto úr Tríói í B-dúr eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Hljóðritunin frá 1997.

St. Martin in the Fields hljómsveitin leikur 3. þátt, Allegro, úr Hornkonsert númer 2 í D-dúr eftir Joseph Haydn. Einleikari á horn í þessari hljóðritun frá árinu 1967 er Barry Tuckwell og stjórnandi Neville Marriner.

Frumflutt

3. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,