Tónlistin í þættinum
Suite en concert pour violoncello (1965) eftir André Jolivet. Erling Blöndal Bengtsson leikur einleik á selló.
Verkið er í fimm þáttum:
1. Improvisation
2. Ballade
3. Air
4. Sérénade
5. Sonate
Stúdíóupptaka Ríkisútvarpsins frá 1970, Tage Ammendrup stjórnaði upptökunni.
Sónata nr. 3 í Es dúr op. 12 nr. 3 eftir Ludwig van Beethoven. Isabelle Faust leikur á fiðlu og Alexander Melnikov á píanó.
Verkið er í þremur þáttum:
I. Allegro con spirito
II. Adagio con molt'espressione
III. Rondo (allegro molto)
Hljóðritunin kom út 2009.
Ariettes oubliées (1885-7), söngljóðaflokkur eftir Claude Debussy. Ljóðin orti Paul Verlaine.
Þóra Einarsdóttir sópran syngur, Alexander Schmalcz leikur á píanó.
Ljóðin eru eftirfarandi:
C´est l´extase langoureuse
Il pleure dans mon coeur
L´ombre des arbres
Chevaux de bois
Green
Spleen
Stútíóupptaka gerð 13. október 2008, tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason; hljóðmeistari: Hreinn Valdimarsson; tæknimaður: Páll Sveinn Guðmundsson.
4 abstraktsjónir eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Gísli Magnússon píanóleikari flytur.