Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Tónlistin í þættinum:

Una Sveinbjarnardóttir leikur á fiðlu og Tinna Þorsteinsdóttir á píanó, þær leika Meditation úr Thaïs eftir Jules Emile Frédéric Massenet. (sækja í Kistu)

Roger Myers leikur einleik á víólu ásamt Sinfóníuhljómsveit Lundúna (London Symphony Orchestra í Víólusónötu op. 147 eftir Dmitíj Shostakovitsj. Vladimir Mendelssohn útsetti. Stjórnandi er Michael Francis.

Verkið er í þremur þáttum:

1 Moderato

2 Allegretto

3 Adagio

Jacqueline du Pré leikur á selló, Daniel Barenboim leikur með á píanó, þau flytja þriðja þátt, Largo úr Sónötu fyrir selló og píanó í g-moll op. 65 eftir Fréderic Chopin.

Nemendur úr Juilliard hálskólanum og Konunglega tónlistarháskólanum í Lundúnum leika undir stjórn Charlotte Corderoy, Concertino fyrir tólf hljóðfæri, K035 eftir Ígor Stravínskíj.

Vorhiminn, úr verkinu Málmglettum eftir Birki Frey Matthíasson.

Flytjendur: Einar Steinþór Jónsson, 1. trompet; Eiríkur Örn Pálsson, 2. trompet; Stefán Jón Bernharðsson, horn; Jón Arnar Einarsson, básúna; Tom Yaron Meyerson, túba. Hljóðritun gefin út í maí 2024

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur, Francisco Javier Jáuregui leikur á gítar. Þau flytja lagið Gakktu hægt eftir Atla Heimi Sveinsson. Textinn er þjóðkvæði. Útsetninguna gerði Francisco Javier Járegui.

Frumflutt

7. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,