Gestur þáttarins er Ólína Kjærúlf Þorvarðardóttir deildarforseti félagsvísindadeildar háskólans á Bifröst. Hún er doktor í íslenskum bókmenntum og þjóðfræði frá Hí. Starfsæfi Ólínu er afar fjölbreytt, hún hefur fengist við kennslu, Rektor við MÍ, fréttamaður og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, verið borgarfulltrúi og þingmaður, o.fl. jafnframt hefur hún verið björgunarsveitarkona í mörg ár og þjálfað leitarhunda. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum, hún stóð m.a. í málaferlum vegna ráðningar Þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, sem hún vann.
Umsjón: Lísa Pálsdóttir
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Tónlist: River deep mountain high - Tina Turner
Frumflutt
15. apríl 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Segðu mér
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.