Hjónin Magnús og Elín segja frá því að þann 12. mars næstkomandi heldur Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN, á Íslandi upp á 100 ára starfsafmæli sitt hér á landi. Þann dag árið 1921 var stúkan Ýmir nr. 724 stofnuð í Reykjavík. Nú eru starfandi 10 stúkur á þremur stöðum á Íslandi, í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum. Reglan á Íslandi er hluti af hinni Alþjóðlegu frímúrarareglu karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN, sem starfar um víða veröld. Hún tilheyrir frjálslyndum armi frímúrarastarfs í heiminum og var stofnuð af Georges Martin og Marie Deraisme í París 1893. Höfuðstöðvar reglunnar eru í París og telur reglan meira en 32.000 meðlimi í 60 löndum.
Reglan starfar eftir hinu Forna og Viðurkennda Skoska Siðakerfi og markmið starfsins er að vinna að mannrækt til heilla mannkyni. Innan reglunnar starfa karlar og konur hlið við hlið, óháð kyni, þjóðerni.
Frumflutt
11. mars 2021
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Segðu mér
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.