Nýjasta götunafnið í Reykjavík, þegar þessi þáttur er gerður, er Kristínargata. Hún er á svokölluðu háskólasvæði, tengir Sturlugötu og Eggertsgötu, og hét upprunalega Bjargargata. Göturnar í kringum Háskóla Íslands eru allar kenndar við íslenska fræði- og vísindamenn. Lengi vel voru það allt karlar og lítið um að götur væru kenndar við konur í vísindum og fræðum. Fjallað er um nöfnin á götunum í kringum Háskóla Íslands.
Frumflutt
2. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Orð af orði
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.